Fleiri leita til heilsugæslunnar

Mynd af frétt Fleiri leita til heilsugæslunnar
15.11.2018

Valin var fyrsta vika októbermánaðar árin 2016, 2017 og 2018 til að kanna breytingar á komum til lækna í almenna móttöku á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH).
 
Á þessu tímabili var 13,5 % aukning á komum til lækna í bókaða tíma á dagvinnutíma, 8:00 til 16:00.
 
Þegar komur á síðdegisvakt eru teknar með, er aukningin 8,6 %. Þetta endurspeglar það markmið HH að sem flestir fái þjónustu á dagvinnutíma, þegar sem hægt er að veita betri þjónustu og komugjaldið er lægra.
 
Könnun á biðtíma sýndi að 57% þeirra sem komu á heilsugæslustöðvar HH í fyrstu viku október 2018, fengu tímann 0-2 dögum frá tímabókun.