Inflúensubólusetningar á heilsugæslustöðvum HH

Mynd af frétt Inflúensubólusetningar á heilsugæslustöðvum HH
07.09.2018

Ráðgert er að hefja skipulagðar bólusetningar við inflúensu um mánaðamótin september - október.

Tímasetning og fyrirkomulag bólusetninganna verður auglýst nánar hér á vefnum og í dagblöðum þegar nær dregur.

Hvað varðar framboð á bóluefni, þá eru nú til ráðstöfunar um 65.000 skammtar af inflúensubóluefni.

Það er aðeins minna en í fyrra en þá voru um 70.000 skammtar í boði, sem er það mesta frá upphafi inflúensubólusetninga. Fleiri skammtar eru í pöntun.