Nýr svæðisstjóri í Heilsugæslunni Árbæ

Mynd af frétt Nýr svæðisstjóri í Heilsugæslunni Árbæ
18.07.2018

Helga Sævarsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Árbæ til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018.

Helga er með B.Sc. gráðu í hjúkrun og meistaragráðu í Public Health frá Háskóla Íslands. 

Hún hefur starfað við Heilsugæsluna Árbæ frá árinu 2009, sem fagstjóri hjúkrunar frá maí 2016 og sem settur svæðisstjóri frá október 2017. Áður starfaði Helga hjá Heilsugæslu Mosfellsumdæmis og leysti þar m.a. yfirhjúkrunarfræðing stöðvarinnar af um tveggja ára skeið. Þá hefur hún starfað hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, Buskerud Sentral Sykehus Lier (Noregi) og hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. 

Við bjóðum Helgu velkomna til áframhaldandi starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.