Nýr svæðisstjóri

Mynd af frétt Nýr svæðisstjóri
05.06.2018

Sveinbjörn Auðunsson hefur verið ráðinn í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Grafarvogi til fimm ára frá og með 16. maí 2018.

Sveinbjörn er sérfræðingur í Heimilislækningum og hefur starfað sem heimilislæknir frá árinu 2003, meðal annars á Patreksfirði, Heilsugæslunni Árbæ og svo í fimm ár í Nýja Sjálandi sem yfirmaður lækninga á heilsugæslu. Hann hefur starfað á Heilsugæslunni Grafarvogi frá 2016 og sem fagstjóri lækninga þar frá febrúar 2018.

Sveinbjörn er boðinn velkominn til áframhaldandi starfa.