Ráðning fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Sólvangi

Mynd af frétt Ráðning fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Sólvangi
01.09.2016

Anna Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum hefur verið ráðin fagstjóri lækninga við Heilsugæsluna Sólvangi, frá 1. september 2016.  

Anna Margrét hlaut almennt lækningaleyfi á Íslandi í maí 1993 og sérfræðileyfi í heimilislækningum í september 2002.  Hún hefur starfað sem heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 1999 við Heilsugæsluna Sólvangi og sl. ár sinnt starfi yfirlæknis á starfsstöðinni. 

Við bjóðum Önnu Margréti velkomna til áframhaldandi starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.