Ráðning fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Miðbæ

Mynd af frétt Ráðning fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Miðbæ
03.08.2016

Anna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni Miðbæ frá 1. september n.k.

Hún lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði árið 2003, lauk diploma námi í heilsugæsluhjúkrun vorið 2016 og stundar nú meistaranám í því fagi. 

Anna hefur starfað hjá Heilsugæslu Seltjarnarness og Vesturbæjar, Hjartadeild Landspítala, Hjartavernd og síðan 2011 hjá Heilsugæslunni Miðbæ. 

Við bjóðum Önnu velkomna til nýrra starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.