Ráðning fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Fjörð

Mynd af frétt Ráðning fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Fjörð
03.08.2016

Thelma Björk Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin fagstjóri hjúkrunar við Heilsugæsluna Fjörð frá 1. september n.k.

Hún lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og lýkur meistaraprófi í heilsugæsluhjúkrun, með áherslu á stjórnun, í byrjun árs 2017.  
 
Thelma Björk hefur starfað hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2004, fyrst á Heilsugæslunni Sólvangi og frá árinu 2006 við Heilsugæsluna Fjörð.
Við bjóðum Thelmu Björk velkomna til nýrra starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.