Þrír nýir svæðisstjórar

Mynd af frétt Þrír nýir svæðisstjórar
10.06.2016

Í maí voru auglýst störf svæðisstjóra heilsugæslustöðvanna Fjarðar, Sólvangi og Miðbæ. Umsóknarfrestur um störfin rann út þann 10. maí og alls bárust átta umsóknir um störf svæðisstjóranna.  

Guðrún Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Fjarðar, Heiða Sigríður Davíðsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Sólvangi og Sigríður Dóra Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Miðbæ. Þær taka við starfi svæðisstjóra þann 1. september nk.

Guðrún Gunnarsdóttir

Guðrún Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Fjarðar til fimm ára frá og með 1. september 2016. Guðrún er yfirlæknir Heilsugæslunnar Fjarðar og sérfræðingur í heimilislækningum.

Guðrún hefur starfað sem yfirlæknir Heilsugæslunnar Firði frá árinu 2006 og starfaði áður sem heimilislæknir m.a. hjá Heilsugæslunni Sólvangi og í Skövde í Svíþjóð.

Heiða Sigríður Davíðsdóttir

Heiða Sigríður Davíðsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Sólvangi til fimm ára frá og með 1. september 2016. Heiða er yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslunnar Sólvangi. Hún er með BSc. í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka meistaranámi í hjúkrunarstjórnun.

Heiða hefur starfað sem yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslunnar Sólvangi frá árinu 2014. Áður starfaði Heiða m.a. sem hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Sólvangi, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, í Odense í Danmörku og á Landspítalanum við Hringbraut.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir

Sigríður Dóra Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisstjóra Heilsugæslunnar Miðbæ til fimm ára frá og með 1. september 2016. Sigríður Dóra er yfirlæknir Heilsugæslunnar Miðbæ og sérfræðingur í heimilislækningum og hefur lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Sigríður Dóra hefur starfað sem yfirlæknir Heilsugæslunnar Miðbæ frá árinu 2010. Áður starfaði Sigríður Dóra sem rekstrarstjóri á Heilsugæslunni Miðbæ og sem yfirlæknir á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi.