Ráðning fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Garðabæ

Mynd af frétt Ráðning fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Garðabæ
01.06.2016

Ásmundur Jónasson hefur verið ráðinn fagstjóri lækninga í Garðabæ frá og með 1. júní 2016. 

Ásmundur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands í júní 1983 og öðlaðist sérfræðiréttindi í heimilislækningum árið 1990. 

Ásmundur hefur starfað við Heilsugæsluna Garðabæ frá október 1998. 

Hann hefur starfað töluvert að félags-, fræðslu- og gæðaþróunarmálum, hefur m.a. átt sæti í gæðaþróunarnefnd Félags íslenskra heimilislækna 
og verið aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands frá 2009.  

Við bjóðum Ásmund velkominn til nýrra starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.