Ráðning fagstjóra sálfræðiþjónustu

  Ráðning fagstjóra sálfræðiþjónustu

  Mynd af frétt Ráðning fagstjóra sálfræðiþjónustu
  08.04.2016

  Agnes Sigríður Agnarsdóttir hefur verið ráðin í starf fagstjóra sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfið heyrir undir framkvæmdastjóra lækninga. 
  Agnes mun hefja störf þann 10. maí næstkomandi.

  Agnes er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, meistaranám í heilsusálfræði frá University of Surrey, Englandi og doktorspróf í sálfræði frá sama skóla. Agnes er með sérfræðiviðurkenningu sem sérfræðingur í klínískri sálfræði á Íslandi og í Noregi. 
  Undanfarin 20 ár hefur Agnes starfað sem klínískur sálfræðingur í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, í Noregi og á Englandi.  

  Við viljum bjóða Agnesi hjartanlega velkomna til starfa hjá Heilsugæslunni.