Heilsugæslan Fjörður byrjuð að nota Veru

Mynd af frétt Heilsugæslan Fjörður byrjuð að nota Veru
31.03.2016

Heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Til að auka öryggi við innskráningu er krafist rafrænna skilríkja.

Heilsugæslan Fjörður er tólfta stöðin sem hjá HH sem byrjar að nota Heilsuveru en þær þrjár sem eftir eru bætast við á næstu vikum og mánuðum.

Þeir sem eru á heilsugæslustöðvum sem eru byrjaðar að nota Veru geta að pantað tíma og endurnýjað ákveðin lyf en allir einstaklingar hafa aðgang að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu.

Foreldrar/forráðamenn hafa aðgang sjúkraskrárgögnum barna sinna að 15 ára aldri.

Til að byrja með er eftirfarandi virkni í boði:

Lyfseðlar


Aðgengilegt yfirlit yfir lyfseðla sem eru í lyfseðlaskrá Landlæknis. Einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum gegnum vefinn án þess að þurfa hringja inn eða koma á heilsugæslu.

Bólusetningaskrá

Yfirlit yfir bóluefni sem þér hafa verið gefin samkvæmt bólusetningarskrá Sóttvarnalæknis. 

Tímabókanir

Þægilegt viðmót til að bóka viðtalstíma læknis á þinni heilsugæslustöð. Nauðsynlegt er að vera skráður á stöðina til að geta bókað.

Hér getur þú opnað Heilsuveru: www.heilsuvera.is

 Gaman er að geta þess að Heilsuvera.is var valinn besti íslenski vefurinn 2014 af SVEF.