Vinnusmiðja ÞHS í New York um greiningu kvíða hjá börnum og unglingum

Mynd af frétt Vinnusmiðja ÞHS í New York um greiningu kvíða hjá börnum og unglingum
01.09.2015

Í ágúst sótti hópur sálfræðinga Þroska- og hegðunarstöðvar (ÞHS) vinnusmiðju hjá Dr. Anne Marie Albano, á CUCARD kvíðameðferðarstofnun Columbia háskólans í New York. Dr. Albano er höfundur ADIS kvíðagreiningarviðtals fyrir börn og unglinga.

Í vinnusmiðjunni fengu sálfræðingarnir handleiðslu og sérstaka þjálfun í fyrirlagningu viðtalsins fyrir bæði foreldra og börn. Þekkingunni verður svo miðlað áfram á komandi mánuðum til sálfræðinga og lækna sem sækja námskeið um ADIS viðtalið á ÞHS. Viðtalsheftin verða einnig til sölu á ÞHS fyrir fagaðila á stofnunum, skólaþjónustu og á einkareknum stofum. 

Námsferðin var styrkt af Starfsþróunarsetri BHM. 

Mikill áhugi er á að læra um ADIS viðtalið og fullbókað er á fyrsta námskeiðið sem verður haldið í október. Skráning hefst fljótlega á næsta námskeið sem haldið verður í nóvember.

Nánari upplýsingar eru á námskeiðssíðunni.

Lengst til vinstri á myndinni er Dr. Albano (sem er forstöðumaður meðferðarstöðvarinnar) og við hlið hennar einn starfsmannanna, Dr. Cara Settipani ásamt  sjö sálfræðingum ÞHS.