Einelti – hvað er til ráða

Mynd af frétt Einelti – hvað er til ráða
05.03.2015

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur Heilsugæslunni Mjódd verður með fræðslu um einelti og gagnleg ráð fyrir foreldra, börn og unglinga í Fimmtudagsfræðslunni 12. mars

Fimmtudagsfræðslan er opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti sem er haldin annan hvorn fimmtudag.

Fyrir fræðslunni stendur Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi.

Fræðslan fer fram í Lágholti í Gerðubergi, 12. mars,  kl. 17:00 - 18.30. 

Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.