Ráðning framkvæmdastjóra lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Mynd af frétt Ráðning framkvæmdastjóra lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
08.05.2014

Oddur Steinarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til fimm ára frá og með 1.september 2014.  Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ræður í starfið. 

Oddur er sérfræðingur í heimilislækningum, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri og yfirlæknir á heilsugæslu í Gautaborg, Svíþjóð frá 2009. 


 

 

Verkefni sem heyra undir framkvæmdastjóra lækninga eru eftirfarandi:

  • Leiðtogi við framkvæmd stefnu heilsugæslunnar
  • Stefnumótun og þróun, m.a.  á sviði markmiða, árangurs, gæða og öryggis í þjónustu
  • Innleiðing nýjunga og breytinga, ásamt því að stuðla að öryggi, gæðum og hagkvæmni
  • Fagleg samhæfing og eftirlit á sviði lækninga
  • Samhæfing starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Gerð og efling klínískra leiðbeininga
  • Gæðaeftirlit
Oddur er boðinn velkominn til starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Stefán Bergmann Matthíasson yfirlæknir, gegnir starfi framkvæmdastjóra lækninga til 31. ágúst n.k.