Heilsunámskeið fyrir foreldra 2014

Mynd af frétt Heilsunámskeið fyrir foreldra 2014
27.01.2014

Heilsugæslan Seltjarnarnesi býður nú í þriðja sinn upp á námskeið fyrir foreldra barna sem óska eftir stuðningi við að bæta lífsstíl fjölskyldunnar. 

Miðað er að því að námskeiðið auðveldi foreldrum að koma sér upp venjum og setja reglur sem styðja við heilbrigðan lífsstíl auk þess sem veitt eru gagnleg ráð sem tengjast næringu og hreyfingu.

Skipulag námskeiðs

  • Vikulegir hóptímar fyrir foreldra í fjórar vikur. Þrjú foreldraviðtöl, eitt í upphafi námskeiðs og tvö viðtöl þegar hóptímum er lokið. 
  • Hóptímar verða á þriðjudögum kl. 16:30-18:00 og byrja í apríl 2014.
  • Leiðbeinendur eru Arna Borg Einarsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur og Sólveig Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur.
  • Verð fyrir námskeiðið er 6.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar

  • Heilsugæslan Seltjarnarnesi: sími 513-2100
  • Arna Borg Einarsdóttir
  • Sólveig Þórhallsdóttir