Sérnámslæknar í heimilislækningum

  Sérnámslæknar í heimilislækningum

  Mynd af frétt Sérnámslæknar í heimilislækningum
  20.02.2014

  Nýlega voru auglýstar lausar til umsóknar sérnámsstöður lækna í heimilislækningum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og rann umsóknarfrestur út 17. febrúar. Alls bárust 12 umsóknir. Stöðurnar veitast til þriggja ára


  Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fer fram skipulagt sérnám í heimilislækningum sem byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna um sérnám í heimilislækningum. 
  Sérnámslæknar hafa sinn aðalleiðbeinanda sem fylgir þeim eftir allt námið, sem alls tekur 4 1/2 ár. Námið fer fram á heilsugæslustöðum en einnig á sjúkrahúsum samkvæmt reglugerð um sérnám í heimilislækningum. 
  Námið er undir yfirumsjón kennslustjóra sérnáms í heimilislækningum sem starfar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.