Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum

Mynd af frétt Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum
29.04.2013

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi 4. maí 2013 í samræmi við breytingar á lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júní 2012.

Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum.