Fræðsludagur um geðheilbrigðismál

Mynd af frétt Fræðsludagur um geðheilbrigðismál
13.03.2013

Hugarafl og Geðheilsustöð Breiðholts sameina krafta sína og boða til opins fræðsludags um geðheilbrigðismál.

Haldinn verður fræðsludagur um geðheilsu, geðrækt og lausnir fimmtudaginn 14.mars kl.17.00-19.00, í sal félagsstarfs Árskóga, Árskógum 4, Breiðholti. Aðalfyrirlesari er Haraldur Erlendsson yfirlæknir Heilsustofnunar Hveragerðis. Hann mun fjalla um tilfinningalegan vanda og leiðir til jafnvægis. Einnig mun notandi Hugarafls fjalla um reynslu sína. Hvetjum alla til að fjölmenna, fræðast og taka þátt umræðum.

Aðgangur er ókeypis.