Óbreyttar fjárheimildir HH - reksturinn í jafnvægi

Mynd af frétt Óbreyttar fjárheimildir HH - reksturinn í jafnvægi
14.09.2012
Fjárheimildir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verða í raun óbreyttar á árinu 2013 frá árinu í ár, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi. Fjárheimildirnar í frumvarpinu nema 4.742 milljónum króna. Tölurnar eru hærri en í fjárlögum 2012 en hækkununum er aðeins ætlað að standa undir verð- og launahækkunum sem verða á milli áranna.

Með fjárlagafrumvarpinu lýkur fjögurra ára niðurskurðartímabili hjá HH. Samtals hafa fjárheimildir stofnunarinnar á þessum tíma verið skornar niður um 395 milljónir kr. á ársgrundvelli

Rekstur HH hefur verið innan fjárheimilda það sem af er árinu 2012. Er stefnt að því að svo verði áfram og árið verði  þriðja árið í röð í jafnvægi hjá HH.