Fræðadagar

Mynd af frétt Fræðadagar
21.11.2011

Stemninginn var frábær á velheppnuðum Fræðadögum heilsugæslunnar, sem voru nú haldnir í þriðja sinn.

Dagskrá þingsins gaf góða mynd af umfangi heilsugæslunnar og fjölbreytileika viðfangsefna. Að þessu sinni var umfjöllun um hreyfingu, næringu og offitu áberandi.

Þátttakan var prýðileg en alls skráðu sig 413, þar af 115 utan HH. Það eru talsvert fleiri en í fyrra. Fræðadagarnir eru því greinilega að festa sig í sessi.

Næstu Fræðadagar verða 15. og 16. nóvember 2012. Það er um að gera að taka dagana frá strax.