Undirbúningur hafinn að Fræðadögum 2011

Mynd af frétt Undirbúningur hafinn að Fræðadögum 2011
21.03.2011

Fræðadagar heilsugæslunnar hafa nú verið haldnir tvisvar og eru greinilega að festast í sessi sem mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í símenntun heilbrigðisstétta í heilsugæslu.  Á Fræðadögunum 2010 voru skráðir þátttakendur 370, þar af 108 utan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þriðju Fræðadagarnir verða haldnir 10. og 11. nóvember 2011 á Grand Hóteli, Reykjavík.

Undirbúningur er hafinn og hefur Elínborg Bárðardóttir læknir Heilsugæslunni Miðbæ tekið að sér að leiða undirbúningsvinnuna.

Leitast verður við að fá hugmyndir um efnisval frá sem flestum fagstéttum, einkum starfsfólki heilsugæslustöðvanna sjálfra. Starfsfólk Þróunarstofu heilsugæslunnar mun eins og áður taka þátt í nánari úrvinnslu og framkvæmdum.

Ábendingar um efni og fyrirkomulag eru vel þegnar og sendist til Elínborgar Bárðardóttur.

Minnt er á að efni frá fyrri Fræðadögum er að finna undir Kennsla og vísindi.