Námskeið um uppeldi barna með ADHD

Mynd af frétt Námskeið um uppeldi barna með ADHD
21.03.2011

Námskeið um uppeldi barna með ADHD hefst miðvikudaginn 6. apríl á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS), Þönglabakka 1.

Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá við að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með þessa og tengdar raskanir. Foreldrar eru studdir til að skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.

Hvert námskeið er 12 klukkustundir og skiptist í 6 skipti, 2 tíma í senn. Fyrstu 5 skiptin eru vikulega, en síðasti tíminn er tveimur vikum á eftir þeim 5.

Leiðbeinendur hverju sinni eru tveir fagaðilar sem hafa staðgóða reynslu af fræðslu og ráðgjöf til foreldra um uppeldi og eru sérfróðir um ADHD og skyldar raskanir.

Næsta námskeið hefst 6. apríl 2011 og er vikulega til 11. maí (nema EKKI í dymbilviku, 20. apríl) auk eftirfylgdartíma 25. maí. Námskeiðið fer fram í húsnæði ÞHS á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 - 21:30. Þátttökugjald er kr. 9.000 fyrir einstaklinga og kr. 12.000 fyrir pör.

Skráning er í tölvupósti eða í síma 585-1350.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á námskeiðssíðum Þroska- og hegðunarstöðvar.