Vel heppnað opið hús í Heilsugæslunni Hamraborg

Mynd af frétt Vel heppnað opið hús í Heilsugæslunni Hamraborg
01.02.2011

Heilsugæslan Hamraborg var með „Opið hús“ 1. desember 2010, frá kl. 13:00 til 17:00. Tilefnið var 30 ára afmæli Heilsugæslunnar í Kópavogi og 5 ára afmæli Heilsugæslunnar Hamraborg

Öll starfsemi lá niðri eftir hádegi þennan dag nema bráðamóttaka og símsvörun. Fjölmargir komu í heimsókn, gengu um húsið, fræddust um starfsemina og þáðu veitingar.

 

Kristjana Kjartansdóttir yfirlæknir bauð gesti velkomna og fór yfir 30 ára sögu Heilsugæslunnar. Skólakór Kársnesskóla söng nokkur jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.