Heilsugæslan Glæsibæ 5 ára

Mynd af frétt Heilsugæslan Glæsibæ 5 ára
20.01.2011

Þann 20. janúar 2006 opnaði Heilsugæslan Glæsibæ.

Þetta var mikill hátíðardagur í hverfinu og prúðbúnir gestir mættu til að skoða heilsugæsluna sína, heilsugæsluna sem þeir höfðu beðið eftir í 40 ár.

Stöðin hefur þróast mikið þessi ár og mörg nýsköpunarverkefni verið innleidd s.s. fjölskylduteymið, öldrunarteymið, rafrænar sjúkraskrár og vefbókanir sem nýlega var opnað fyrir.

Á stöðina eru nú skráðir um 8.000 skjólstæðingar. Markmið stöðvarinnar er að veita eins góða grunn heilbrigðisþjónustu og kostur er og hafa sjónarmið og þarfir skjólstæðingsins ávalt að leiðarljósi.