Uppeldi sem virkar færni til framtíðar

Mynd af frétt Uppeldi sem virkar færni til framtíðar
07.01.2011

Hvernig er hægt að:

  • Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika?
  • Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni?
  • Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu?
  • Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt?
  • Kenna börnum æskilega hegðun
  • Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi?

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst við viðurkennda þekkingu og vel rannsakaðar aðferðir. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka um að skapa æskileg uppeldisskilyrði og þroska með barninu færni sem líkleg er til að nýtast því til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri. Foreldrar eru þó sérstaklega hvattir til að sækja það á meðan barnið er 3ja mánaða til 3ja ára. 

Ítarlegri upplýsingar um námskeiðið má finna á námskeiðssíðum Þroska- og hegðunarstöðvar.

Tveir fagmenntaðir leiðbeinendur sjá um hvert námskeið sem er samtals 8 klukkustundir og er einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin. Námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir einstaklinga og 10.000 kr. fyrir pör. Niðurgreitt er fyrir atvinnulausa foreldra.

Námskeið á vormisseri 2011

Þroska- og hegðunarstöð, Þönglabakka 1

Hægt er að velja um námskeið síðdegis, í hádeginu eða á kvöldin.

Kl. 17.00 - 19.00

  • Þriðjudagar 1. - 22. febrúar     
  • Þriðjudagar 8. - 29. mars 
  • Þriðjudagar 5. - 26. apríl    
  • Þriðjudagar 3. - 24. maí   

Kl. 12.00 - 14.00

  • Fimmtudagar 3. - 24. mars    

Kl. 20.00 - 22.00

  • Miðvikudagar 2. - 23. febrúar
  • Miðvikudagar 9. - 30. mars

Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Þroska- og hegðunarstöð í síma 585-1350 eða í tölvupósti. Athugið að þar eru einnig til sölu gjafabréf á foreldranámskeiðið.