Opið hús í Heilsugæslunni Hamraborg

Mynd af frétt Opið hús í Heilsugæslunni Hamraborg
22.11.2010

Þann 1. desember verður „Opið hús“ í Heilsugæslunni Hamraborg 8, frá kl. 13:00 til 17:00.

Tilefnið er  30 ára afmæli Heilsugæslunnar í Kópavogi og 5 ára afmæli heilsugæslunnar í Hamraborg 8.

Á þessum tíma liggur því öll starfsemi niðri nema bráðamóttaka og símsvörun. Eins fellur síðdegisvaktin niður þennan dag.

Það myndi gleðja starfsfólk Heilsugæslunnar Hamraborg ef þú sæir þér fært að líta við í tilefni dagsins, ganga um húsið, fræðast um starfsemina og þiggja veitingar.