ADHD vitundarvika 20. - 24. september

Mynd af frétt ADHD vitundarvika 20. - 24. september
17.09.2010

Að frumkvæði ADHD samtakanna á Íslandi er nú efnt til sérstakrar vitundarviku um ADHD, en fyrirmynd að slíku má finna bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Markmið þessa er að stuðla að vitundarvakningu um ADHD og auka skilning fagfólks og almennings gagnvart þeim fjölda barna sem glímir við athyglisbrest og ofvirkni. 

Samkvæmt rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á þetta við um ríflega 7% barna á Íslandi auk þess sem mörg þeirra hafa fylgiraskanir svo sem hegðunarvanda, kvíða og námserfiðleika.

Eftir að Þroska- og hegðunarstöð hóf að sinna greiningu, ráðgjöf og annarri þjónustu vegna ADHD hjá börnum hefur samstarfið við ADHD samtökin verið mikið og gott. Nánari upplýsingar um þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar má finna á síðum stöðvarinnar.

Á fræðslusíðum okkar er að finna fjölbreytt efni um ADHD.

Upplýsingar um ADHD samtökin og hin ýmsu málefni sem snerta athyglisbrest og ofvirkni má finna á síðu samtakanna.