Fjöldi námskeiða að hefjast

Mynd af frétt Fjöldi námskeiða að hefjast
10.09.2010

Hauststarfið á Þroska- og hegðunarstöð við námskeiðahald er nú komið í gang af fullum krafti.

Fyrr í þessari viku hófust þrjú námskeið, Snillingarnir fyrir börn með ADHD, Uppeldi sem virkar fyrir foreldra ungra barna og PMT námskeið fyrir foreldra barna með hegðunarvanda.

Í næstu viku byrjar námskeið fyrir foreldra um Uppeldi barna með ADHD. Að auki verða í mánuðinum haldin námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur Snillinganámskeiða.