Uppeldisnámskeið - PMT foreldrafærni

Mynd af frétt Uppeldisnámskeið - PMT foreldrafærni
23.06.2010

Þroska- og hegðunarstöð býður upp á námskeiðið PMT foreldrafærni fyrir foreldra barna sem glíma við væga hegðunarerfiðleika eða eru í áhættu að þróa með sér erfiða hegðun.

Megin markmið námskeiðanna er að þjálfa foreldra í raunprófuðum og hagnýtum uppeldisaðferðum sem stuðla að jákvæðri hegðun og draga úr hegðunarerfiðleikum hjá börnum.

Næsta námskeið er áætlað frá 8. september 2010 og er fyrir foreldra barna á aldrinum 3 - 8 ára. Leiðbeinandi er Íris Birgis Stefánsdóttir sálfræðingur.

Enn eru nokkur laus pláss og fara skráningar fram hjá Jónínu Aðalsteinsdóttur eða í síma 585-1350.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á síðum Þroska- og hegðunarstöðvar.