Sumarlokun síðdegisvakta 7 heilsugæslustöðva afturkölluð

Mynd af frétt Sumarlokun síðdegisvakta 7 heilsugæslustöðva afturkölluð
29.06.2010

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafði vegna niðurskurðar ákveðið að loka síðdegisvöktum á öllum heilsugæslustöðvum frá miðjum júní til miðs ágústs.

Að beiðni Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra voru athugaðir möguleikar á enduropnun síðdegisvaktar heilsugæslustöðva Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 28. júní til 13. ágúst en þá átti sumarlokun að enda.

Eftirtaldar stöðvar eru opnar sem hér segir:

  • Heilsugæslan Sólvangi - kl. 16:00-18:00 alla virka daga
  • Heilsugæslan  Fjörður- kl. 16:00-17:00 alla virka daga
  • Heilsugæslan Glæsibæ - kl. 16:00-17:00 alla virka daga nema föstudaga
  • Heilsugæslan Hvammi - kl. 16:00-17:00 alla virka daga
  • Heilsugæslan Mosfellsumdæmi - kl: 16:00-17:00, þá tekur við sólarhringsvakt læknis
  • Heilsugæslan Grafarvogi, opið mánudagana 12., 19. og 26. júlí og þriðjudaginn 3. ágúst - kl. 16:00-18:00. Opið alla virka dag frá 9. águst.
  • Heilsugæslan Hamraborg. Opið mánudaga og fimmtudaga - kl. 16:00- 17:00.

Síðdegisvaktin Heilsugæslunni Lágmúla er opin eins og venjulega kl. 16:00 - 18:00 alla virka daga nema föstudaga.

2-3 stöðvar til viðbótar munu svo líklega geta opnað síðdegisvaktina strax eftir verslunarmannahelgi.

Enn sem komið er hefur ekki reynst unnt að manna vaktirnar á öðrum stöðvum vegna sumarleyfa lækna og móttökuritara.

Þegar ákveðið var að loka síðdegisvöktum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 16. júní til 13. ágúst var lögð áhersla á að endurskipuleggja dagvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga og þá með áherslu á mun öflugri dagvakt til að aðgengi að nauðsynlegu eftirliti og faglegri ráðgjöf væri ávallt tryggt. Það hefur nú verið gert á flestum stöðvum.