Málverkasýning hjá Hugarafli

Mynd af frétt Málverkasýning hjá Hugarafli
22.06.2010

Fimmtudaginn 24. júní kl. 15:00, verður opnuð sýning á málverkum Marteins Jakobssonar hjá Hugarafli, Álfabakka 16.  Sýningin stendur í mánuð og er opin alla virka daga frá kl. 8:30 til 16:00.

Hugarafl er notendahópur Geðheilsu - eftirfylgdar/iðjuþjálfunar.

Marteinn Jakobsson fæddist árið 1950 í Færeyjum og fluttist til Íslands með foreldrum sínum 10 ára gamall. Hann er vélstjóri að mennt og vann sem slíkur á togurum og á fraktskipum fram til ársins 2004 er hann hætti til sjós. Hann varð óvinnufær árið 2006 og fór þá að sinna áhugamáli sínu, teikningu og listmálun. Frá miðju ári 2008 hefur hann starfað sem sjálfboðaliði í Hugarafli, sjálfum sér og öðrum til gagns.
Marteinn sýnir nú um 10 myndir unnar í olíu og akríl og er honum íslensk og færeysk náttúra hugleikin.

Léttar veitingar verða í boði á opnun sýningarinnar og eru allir velkomnir.