Samstarfssamningur um diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu

Mynd af frétt Samstarfssamningur um diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu
27.05.2010

Samstarfssamningur um nýja námsleið fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu  háskólaárið 2010-2011 var undirritaður 21. maí af Stjórnmálafræðideild og samstarfsaðilum um námið, þar á meðal Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Námið er hluti af meistaranámsframboði deildarinnar.  

Námsleiðin er sérstaklega skipulögð með þarfir núverandi og verðandi stjórnenda í heilbrigðisþjónustu í huga sem vilja efla stjórnunarþekkingu sína og öðlast dýpri skilning á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem hluti af opinberum rekstri.  

Nýmæli er að fjórar deildir Háskóla Íslands geri með sér formlegt samkomulag um að standa saman að  námsleið, þar sem nemendur geta valið úr framboði á námskeiðum viðkomandi deilda á sviði opinberrar stjórnsýslu, stjórnunar og rekstrar, heilsuhagfræði og lýðheilsu.  Samkomulagið var undirritað þann 21. maí sl.

Samstarfsaðilar Stjórnmálafræðideildar innan HÍ eru Viðskiptafræðideild, Hagfræðideild og Heilbrigðisvísindasvið , en samstarfsaðilar í heilbrigðisþjónustu  eru heilbrigðisráðuneytið, Landspítali háskólasjúkrahús, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landssamband sjúkrahúsa, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.     

Myndin er frá undirritun samstarfssamningsins 21. maí sl. í háskólaráðsherberginu í aðalbyggingu HÍ.

Á myndinni eru frá vinstri:

  • Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor,
  • Björn Zoëga forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss,
  • Þorgerður Einarsdóttir deildarforseti Stjórnmálafræðideildar,
  • Þórólfur Matthíasson deildarforseti Hagfræðideildar,
  • Sveinn Magnússon skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins,
  • Ásta Möller forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða
  • Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar,
  • Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu,
  • Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
  • Árni Sverrisson, formaður Félags forstöðumanna sjúkrahúsa,
  • Halldór Jónsson, formaður Landssambands sjúkrahúsa,
  • Guðmundur Þorgeirsson, deildarforseti læknadeildar f.h.  Heilbrigðisvísindasviðs