Barnavinafélagið Sumargjöf styrkir Snillinganámskeið

Mynd af frétt Barnavinafélagið Sumargjöf styrkir Snillinganámskeið
28.04.2010

Þann 25. apríl síðastliðinn hlaut Dagmar Kr. Hannesdóttir sálfræðingur á Þroska- og hegðunarstöð 240 þúsund króna styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Styrkurinn er veittur til að halda Snillinganámskeið á Þroska- og hegðunarstöð veturinn 2010-2011.

Snillinganámskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8-10 ára og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Veturinn 2010-2011 verða haldin 4 námskeið.

Þroska- og hegðunarstöð þakkar Barnavinafélaginu Sumargjöf kærlega fyrir stuðninginn.