Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Mynd af frétt Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
08.04.2010

Boðið er upp á sérstök uppeldisnámskeið fyrir foreldra, Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar. Þar er lögð áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði og þroska með barninu færni sem líkleg er til að nýtast því til frambúðar. Foreldrar læra jákvæðar aðferðir til að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika.

Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri. Foreldrar eru þó sérstaklega hvattir til að sækja það á meðan barnið er 3ja mánaða til 3ja ára. 
 
Tveir leiðbeinendur sjá um hvert námskeið sem er samtals 8 klukkustundir og er einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin. Þátttökugjald er 8.000 kr. fyrir einstaklinga og 10.000 kr. fyrir pör.

Námskeiðið byggir á Uppeldisbókinni sem Skrudda gefur úr og verður hún til sölu á námskeiðinu á kostnaðarverði (2.000 kr.). Samskonar námskeið eru haldin á ýmsum heilsugæslustöðvum og víðar.

Tvö námskeið eru eftir á vormisseri 2010

  • 4. - 25. maí (þriðjudagar kl. 17.00-19.00)
  • 5. - 26. maí (miðvikudagar kl. 17.00-19.00)  

Upplýsingar og skráning hjá Þroska- og hegðunarstöð í síma 585-1350 eða í tölvupósti. Þar er einnig til sölu gjafabréf á foreldranámskeiðið