Lifandi myndefni um tannhirðu barna - Tannverndarvikan 2010

  Lifandi myndefni um tannhirðu barna - Tannverndarvikan 2010

  Mynd af frétt Lifandi myndefni um tannhirðu barna - Tannverndarvikan 2010
  29.01.2010

  Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðrar tannheilsu og í ár er sérstakri athygli beint að yngstu börnunum.

  Útbúið hefur verið lifandi myndefni um tannhirðu barna sem aðgengilegt er á  vefsíðu Lýðheilsustöðvar.

  Fræðsluefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og starfandi barnatannlækna á Íslandi og  sýnir meðal annars handtökin við tannhirðu barna á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Fræðsluefnið er einkum ætlað foreldrum, leikskólakennurum og heilbrigðisstarfsfólki.

  Jafnframt er minnt á fræðsluefni um tannvernd ungra barna á átta tungumálum, ætlað foreldrum og forráðamönnum barna af erlendum uppruna. 
   
  Vakin er sérstök athygli á því að öllum þriggja, sex og tólf ára börnum stendur til boða ókeypis eftirlit hjá tannlæknum sem vinna í umboði Sjúkratrygginga Íslands. Nánari upplýsingar eru hér á heimasíðunni.