Inflúensa A(H1N1)v - Svínaflensa

Mynd af frétt Inflúensa A(H1N1)v - Svínaflensa
10.12.2009
• Nokkrar heilsugæslustöðvar hafa lýst yfir áhuga á að fá svínainflúensubóluefnið sent mánudaginn 14. des. Það er í góðu lagi hvað okkur varðar og eru stöðvarnar beðnar um að hafa beint samband við Parlogis ef þær vilja fá bóluefnið á mánudag. Dreifingaráætlunin var send út í gær.
• Fréttatilkynningar og auglýsingar verða sendar út nú um og eftir helgina um eftirfarandi:
o Bólusetning hefst aftur hér á landi 16. des.
o Byrjað verður að taka við pöntunum mánudaginn 14. des á heilsugæslustöðvum
o Næsta sending bóluefnis verður 6. jan og því hægt að hefja bólusetningu að nýju 7-8. jan.
o Nánari upplýsingar muni fást á einstaka heilsugæslustöðvum
• Heilsugæslustöðvar eru beðnar um að auglýsa á sinni heimasíðu og á sínum símaborðum að:
o Bólsetningar hefjist að nýju 16. des n.k.
o Pantanir hefjist 14. des
o Þegar búið verður að ráðstafa næstu sendingu (15. des sendingunni) þá verður ekki byrjað að taka við nýjum pöntunum fyrr en upp úr áramótum og verður það auglýst eftir áramótin.