Vottorð vegna veikinda starfsmanna og nemenda

Mynd af frétt Vottorð vegna veikinda starfsmanna og nemenda
19.10.2009


Um þessar mundir er mikið álag á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins vegna inflúensufaraldurs. Læknar heilsugæslunnar eiga fullt í fangi með að sinna þeim sem þurfa að leita sér lækninga og þurfa því að forgangsraða verkefnum sínum.

Af þeim sökum tilkynnist að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins getur ekki sinnt útgáfu vottorða til skóla vegna veikinda nemenda og atvinnurekenda vegna veikinda starfsmanna. 

Meðan þetta ástand varir er atvinnurekendum og skólastjórnendum bent á að leita annarra leiða til að staðfesta veikindi.