Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Mynd af frétt Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
28.08.2009

Námskeiðin Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar eru að hefjast á Þroska- og hegðunarstöð. Nýjung er að boðið er upp á bæði að dag- og kvöldnámskeið og að námskeiðin eru niðurgreidd fyrir atvinnulausa foreldra.

Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að álag sem fylgir efnahagskreppu getur skert uppeldisfærni foreldra sem meðal annars kemur niður á hegðun og líðan barna. Besta leiðin til að sporna við þess konar neikvæðum áhrifum núverandi ástands á börn er að efla foreldrafærni með stuðningi, fræðslu og ráðgjöf sem byggja á viðurkenndum, gagnreyndum aðferðum.

Því er nú lögð sérstök áhersla á aukið framboð uppeldisfræðslu innan heilsugæslunnar og eru allir foreldrar ungra barna hvattir til að sækja námskeið.

Hér fyrir neðan eru tímasetningar og nánari upplýsingar.

Námskeið haustið 2009

1. námskeið:
8. til 29. september (þriðjudagar kl. 17:00-19:00)

2. námskeið:
1. til 22. október kl (fimmtudagar kl. 12:00-14:00) 

3. námskeið:
6. til 27. október (þriðjudagar kl. 17:00-19:00)

4. námskeið:
29. október - 19. nóvember (fimmtudagar kl. 20:00-22:00)

5. námskeið:
3. til 24. nóvember (þriðjudagar kl. 17:00-19:00)

Námskeiðin eru haldin á Þroska– og hegðunarstöð, Þönglabakka 1. Hvert námskeið er 4 skipti. Skráning og upplýsingar í síma 585-1350.

Námskeiðsgjaldið er 7.000 kr, gildir fyrir báða foreldra. Námskeiðsgjald er niðurgreitt fyrir atvinnulausa foreldra.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á síðu Þroska- og hegðunarstöðvar.