Myndlistarsýning leikskólabarna í Heilsugæslunni Sólvangi

Mynd af frétt Myndlistarsýning leikskólabarna í Heilsugæslunni Sólvangi
29.05.2009

 

 

 

 

 

 


Þann 29. maí komu leikskólabörn frá leikskólanum Hlíðarbergi í Hafnarfirði í heimsókn og opnuð var formlega myndlistarsýning á verkum þeirra.

Þau sýna afrakstur þema vetrarins sem var höfnin, fjaran sjórinn og skipin. Verkin eru flott og það er gaman að skoða hugmyndaflug og sköpun barnanna. Sýningin mun standa fram yfir “Bjarta daga “ starfsfólki og gestum til ómældrar ánægju.

Það er árviss viðburður hjá Heilsugæslunni Sólvangi að taka á móti einhverjum leikskóla á “Björtum dögum”. Eftir opnunina var smá móttaka og börnin voru leidd um stöðina af starfsfólki og fengu tilheyrandi fræðslu.

Á myndinni eru listamennirnir ásamt hluta af verkum sínum.