Fimm starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fá akademískar nafnbætur

Mynd af frétt Fimm starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fá akademískar nafnbætur
25.05.2009

Við hátíðlega athöfn sem fram fór 20. maí síðastliðinn veitti rektor Háskóla Íslands (HÍ) fimm starfsmönnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 31 starfsmanni Háskólasjúkrahússins Landspítala og einum starfsmanni Krabbameinsfélags Íslands akademískar nafnbætur, samkvæmt samstarfssamningi stofnananna.

Um er að ræða viðurkenningu á akademísku hæfi fyrir þá starfsmenn heilbrigðisstofnana sem eru ekki ráðnir líka við HÍ sem lektorar, dósentar eða prófessorar en hafa engu að síður samkvæmt hæfnismati sýnt að þeir hafa náð slíku hæfi. Þeim er því heimilt að nefna sig klínískur lektor, klínískur dósent eða klínískur prófessor. Slíkum nafnbótum hefur fimm sinnum verið úthlutað áður, en þetta er í fyrsta sinn sem starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur tekið þátt í slíku mati.

Þau sem öðluðust akademíska titla að þessu sinni voru:

  • Halldór Jónsson læknir og klínískur lektor, Heilsugæslunni Glæsibæ
  • Kristján G. Guðmundsson PhD læknir og  klínískur lektor, Heilsugæslunni Glæsibæ
  • Rósa Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur lektor, Heilsugæslunni Firði.
  • Sigrún K. Barkardóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur lektor, Heilsugæslunni Glæsibæ
  • Vilhjálmur Ari Arason PhD læknir og klínískur dósent, Heilsugæslunni Firði

Þess má auk þess geta að 1. maí var Jón Steinar Jónsson heimilislæknir í Garðabæ ráðinn sem lektor í heimilislæknisfræði.

Á myndinni eru handhafar akademískra nafnbóta ásamt nokkrum stjórnendum HH, talið frá vinstri:
Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri, Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri, Rósa Jónsdóttir, Sigrún K. Barkardóttir, Halldór Jónsson, Vilhjálmur Ari Arason og Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor, Þróunarstofu. Á myndina vantar Kristján G. Guðmundsson.