Skipað í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Mynd af frétt Skipað í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
25.05.2009
 
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Svanhvíti Jakobsdóttur forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til næstu fimm ára.

Fjórtán sóttu um forstjórastöðuna. Sérstök nefnd fór yfir og mat umsækjendur. Þrír voru taldir hæfastir. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára.

Svanhvít Jakobsdóttir hefur verið settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í rúmlega ár, áður var hún sviðstjóri fjármála- og rekstrarsviðs heilbrigðisráðuneytisins og skrifstofustjóri á fjármálaskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 1993 til 2007.

Sjá frétt á vef Heilbrigðisráðuneytisins