Hjálparvakt tannlækna

Mynd af frétt Hjálparvakt tannlækna
03.04.2009

 Tannlæknadeild Háskóla Íslands og Tannlæknafélag Íslands ætla nú að leggja sitt af mörkum til að aðstoða fjölskyldur sem nú búa við þrengingar og bjóða börnum og unglingum 18 ára og yngri ókeypis tannlæknaþjónustu laugardagana 4. apríl, 18. apríl, 9. maí og 23.maí frá kl. 10.00-13.00 í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Tanngarði

Ekki er tekið við tímapöntunum en ráðstafanir eru gerðar til þess að biðtími verði ávallt hóflegur. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tannlæknadeild HÍ í síma: 525-4850

Barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör eru hvattar til að nýta sér þjónustuna.