Taktu upp þráðinn

Mynd af frétt Taktu upp þráðinn
09.03.2009

Fyrsta vika febrúarmánaðar er árlega helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðrar tannheilsu og í ár var sérstök áhersla á tannþráðinn og daglega notkun hans undir kjörorðinu: Taktu upp þráðinn. Lýðheilsustöð hefur látið gera stutt kennslumyndband um notkun á tannþræði, sem er öllum aðgengilegt á vefsíðu stöðvarinnar.

Auk myndbandsins hefur í tilefni af tannverndarviku verið tekið saman fræðsluefni um tannþráð og notkun hans á sérstaka síðu.

Upplýsingum um þetta nýja efni hefur verið komið á framfæri við skóla landsins með ósk um samstarf um að vekja athygli nemenda og kennara á mikilvægi góðrar tannheilsu. Einnig hefur tannlæknum, tannfræðingum og heilsugæslum verið sendar upplýsingar um nýja fræðsluefnið.