Bráðaþjónusta vegna umrótsins sem nú er

Mynd af frétt Bráðaþjónusta vegna umrótsins sem nú er
16.10.2008

Heilbrigðisráðherra hefur falið forstjóra og lækningaforstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að koma á fót bráðaþjónustu, eða samsvarandi úrræðum, til aðstoðar fólks sem á í tímabundnum erfiðleikum vegna umrótsins sem nú ríður yfir.

Til þess að mæta þessum tilmælum og þörfum þeirra sem leita til Heilsugæslunnar munu allir þeir, sem telja sig þurfa, fá samband við fagfólk Heilsugæslunnar þegar þeir hringja inn eða koma á staðinn.

Starfsfólk Heilsugæslunnar mun greiða götu þeirra sem þurfa á þjónustu utan heilsugæslunnar að halda.

Nýr vefur á vegum félagsmálaráðuneytisins gefur hugmyndir um hvaða úrræði eru í boði