Vefur HH tilnefndur til Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna 2007

Mynd af frétt Vefur HH tilnefndur til Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna 2007
03.09.2007

Vefur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var tilnefndur í flokknum heilsa  í vef- og margmiðlunarkeppninni World Summit Award sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir á tveggja ára fresti. Keppnin er skipulögð með þeim hætti að keppt er í átta flokkum og voru eftirfarandi íslensk verkefni, eitt fyrir hvern fokk, tilnefnd í keppnina þetta árið:

Heilsa (eHealth): www.heilsugaeslan.is - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Gagarín ehf. 
Menntun (eLearning): www1.nams.is/fuglar/ - Námsgagnastofnun og Jóhann Óli Hilmarsson
Menning (eCulture): www.menningarnott.is - Reykjavíkurborg og Gagarín ehf. 
Vísindi (eScience): www.islendingabok.is - Íslensk erfðagreining ehf. og Friðrik Skúlason ehf. 
Opinber stjórnsýsla (eGovernment): Rafræn skilríki- Fjármálaráðuneytið og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV)
Viðskipti (eBusiness): www.ja.is - Já upplýsingaveitur ehf. 
Afþreying (eEntertainment): www.lazytown.com - LazyTown Entertainment
Efni sem stuðlar að því að brúa bil milli menningarheima (eInclusion): www.mbl.is/mm/blog/ - Morgunblaðið-Árvakur

Hópinn, sem valdi verkefnin sem tilnefnd eru frá Íslandi, skipuðu Sigfús Þ. Sigmundsson, forsætisráðuneyti, Hrafnhildur Tryggvadóttir, menntamálaráðuneyti, Guðmundur Ásmundsson og Haraldur D. Nelson frá Samtökum Iðnaðarins. Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðlaunin: http://www.wsis-award.org/