Nýr fræðslubæklingur: Fólat fyrir konur sem geta orðið barnshafandi

Mynd af frétt Nýr fræðslubæklingur:  Fólat fyrir konur sem geta orðið barnshafandi
22.08.2007

Út er kominn nýr fræðslubæklingur Fólat – fyrir konur sem geta orðið barnshafandi þar sem fjallað er um mikilvægi fólats fyrir konur á barneignaaldri. 

Lýðheilsustöð, Landlæknisembættið og Miðstöð mæðraverndar standa að útgáfu bæklingsins en efni hans er byggt á eldri bæklingi um sama efni, auk þess sem nýjar upplýsingar koma þar fram.
Sjá ítarlega fréttatilkynningu þeirra.

Útgefendur vilja benda á mikilvægi þess að konur á barneignaaldri fái ráðleggingar um fólat-inntöku fyrir þungun.

Miðstöð mæðraverndar mun senda hverri heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu um 100 eintök. Þeir sem óska eftir að panta fleiri eintök sendi netpóst.