Hættum að reykja!

Mynd af frétt Hættum að reykja!
05.02.2007
Þann 11. janúar byrja námskeið gegn reykingum á Lungna- og berklavarnadeild, Þönglabakka 1 í Mjóddinni. Um er að ræða stuðnings- og lyfjameðferð með hópfundum fjórum sinnum og síðan einstaklingsbundnu eftirliti í eitt ár.
Námskeiðsgjald er 10 000 kr og 15 000 kr fyrir hjón. Þessi námskeið passa vel fyrir þá, sem ítrekað hafa reynt en ekki tekist að ná varanlegu reykbindindi.
Fyrsta námskeiðið verður haldið í janúar á fimmtudögum kl 13 (11 og 25 janúar; 1. og 8 febrúar),
næsta á þriðjudögum 30. janúar; 13. 20. og 27. febrúar og þriðja námskeiðið, ef næg þátttaka fæst, á fimmtudögum kl. 13 þann 15. febrúar, 1., 8. og 15. mars 2007.
Tekið er á móti pöntunum í síma 585 1390 en einnig er unnt að skrá sig í lob@lob.hg.is