Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  Mynd af frétt Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
  06.01.2006

  1. janúar 2006 sameinaðist heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu í eina stofnun, sem ber nafnið Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, sbr. reglugerð nr. 608/2005.

  Innan hinnar nýju stofnunar verða heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Seltjarnarnesi, alls 15 heilsugæslustöðvar, auk Heilsuverndarstöðvarinnar og Miðstöðvar heimahjúkrunar í Reykjavík. Starfsmenn stofnunarinnar eru alls um 600, forstjóri hennar er Guðmundur Einarsson.

  Engar breytingar verða á þjónustu heilsugæslustöðvanna við sameininguna, en tvær nýjar heilsugæslustöðvar verða opnaðar í janúar, Heilsugæslan Fjörður í Hafnarfirði og Heilsugæslan Glæsibæ í Reykjavík.