Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Mynd af frétt Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
10.01.2006

Miðstöð heilsuverndar barna stendur fyrir sérstökum uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra unga barna
“Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar”.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna foreldrum aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði sem líklegust eru til að skila árangri í lífi barns.
Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér mikilvæga eiginleika og læri færni sem nýtist því til frambúðar.
Jafnframt er dregið úr líkum á ýmsum erfiðleikum í framtíðinni.

Allir foreldrar eru hvattir til að sækja þessi námskeið, sérstaklega þeir sem eiga börn á aldrinum 0-18 mánaða.

Næstu námskeið verða á miðvikudögum kl. 17.00-19.00.
1. námskeið 18. janúar - 8. febrúar
2. námskeið 15. febrúar - 8. mars
3. námskeið 15. mars - 5. apríl
4. námskeið 26. apríl - 17. maí

Hvert námskeið er 4 skipti og þau eru haldin í fundarsal á 2. hæð Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. 

Verð 6.000 kr. fyrir einstakling og 9.000 kr. fyrir par.
Skráning er í síma 585-1350.