Húsnæði Heilsugæslunnar Hamraborg vígt

Mynd af frétt Húsnæði Heilsugæslunnar Hamraborg vígt
10.01.2006

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, afhenti nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna í Kópavogi að Hamraborg 8, þann 8. desember 2005. Um er að ræða um 1000 ferm. húsnæði á efri hæð í nýju húsi sem byggt var yfir Gjána, það er yfir Hafnarfjarðarveginn sem hefur skilið að byggð í vesturbæ og miðbæ Kópavogs.

Yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Hamraborg er Kristjana Kjartansdóttir og Sigríður A. Pálmadóttir er hjúkrunarforstjóri. Við heilsugæslustöðina starfa um 40 manns. Þar er móttaka 5 heilsugæslulækna og augnlæknis. Heilsugæslustöðin hefur frá 1980 verið staðsett í Fannborg 7 - 9 í húsnæði á tveim hæðum. Það húsnæði var orðið mjög óhentugt til starfrækslu heilsugæslu vegna þrengsla og einnig að engin lyfta er í húsinu. Hér er því um að ræða flutning á starfsemi heilsugæslustöðvar í nýtt og betra húsnæði sem byggt er í miðbæ bæjarins.

Þetta nýja hús er hannað af Benjamín Magnússyni arkitekt og byggingaraðilar voru Ris ehf. Húsnæðið er í eigu fasteignafélagsins "Langastétt" og hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gert langtímaleigusamning við félagið fyrir hönd Heilsugæslunnar

.